Hin Reykjavík – Matarsóun og gámagrams
Tugum þúsunda tonna af mat hefur verið hent árlega hér á landi og meginþorri þess er nýtanlegur matur. Hér ræðir Sanna Magdalena Mörtudóttir við Rakel Garðarsdóttur, forsvarsmann samtakanna Vakandi, sem vilja stuðla að vitundarvakningu um sóun matvæla.
Hvað er hægt að gera til að koma í veg fyrir matarsóun og af hverju er svo miklum mat hent? Þær ræða einnig um gámagrams en það snýr að því að ná í ætan mat sem hefur verið hent, t.a.m. úr gámum við matvöruverslanir.