Hin Reykjavík – Réttindabarátta leigjenda
Guðmundur Hrafn Arngrímsson leigjandi og stjórnarmeðlimur í Samtökum leigjenda á Íslandi segir okkur frá stöðu og kröfum leigjenda. Við förum yfir stöðuna á Íslandi og erlendis og skoðum árangursríkar baráttuaðferðir sem hafa virkað til að bæta stöðu leigjenda. Samtök leigjenda á Íslandi gáfu nýverið út viðmiðunarverð svo leigjendur og leigusalar geti glöggvað sig á raunvirði leigu. Í þættinum fjöllum við um viðbrögðin sem sú reiknivél hefur fengið og viðbrögðin við kröfum leigjenda í samfélaginu almennt.