Hin Reykjavík – Réttlæti fyrir börn vöggustofanna
Árni H. Kristjánsson og Viðar Eggertsson segja okkur frá málefnum vöggustofanna og afleiðingum þess á börn og fjölskyldur. Vöggustofur voru reknar á vegum borgarinnar á árunum 1949-1979 og voru hugsuð sem úrræði fyrir börn sem bjuggu við erfiðar félagslegar aðstæður, oftast var um að ræða börn alþýðufólks.
Inni á vöggustofunum var ekki hugað að þörfum barnanna og Árni og Viðar segja okkur frá félagslegum, andlegum og líkamlegum afleiðingum sem þetta hafði í för með sér. Við ræðum hvað þarf að gera varðandi rannsókn málsins og hvar málið er statt innan borgarkerfisins.