Hin Reykjavík – Reynsluheimur dagforeldra
Sigurgyða Þrastardóttir, dagmamma segir okkur frá stöðu dagforeldra í Reykjavíkurborg, starfsskilyrðum og samskiptum við borgina. Dagforeldrum hefur fækkað á síðustu árum, börnum fjölgað og erfitt er að fá pláss fyrir börn í daggæslu. Á sama tíma bíða börn lengi eftir því að komast að í leikskóla og margir foreldrar eru í erfiðri stöðu. Dagforeldrar veita þjónustu sem foreldrar reiða sig á og er börnum mikilvæg. Í þættinum munum við spyrja út í húsnæðisaðstæður, aðbúnað og fjárframlög sem dagforeldrum stendur til boða.