Hin Reykjavík – Samstaða, mótmæli og kraftur fjöldans
Við ræðum mikilvægi samstöðu, mótmæli og kraftinn sem á sér stað í því þegar margir einstaklingar koma saman til að senda skýr skilaboð. Karl Héðinn Kristjánsson, Rúnar Freyr Júlíusson og Trausti Breiðfjörð Magnússon ungir sósíalistar koma í Hina Reykjavík til þess að ræða mótmælin gegn ofsóknum á fjölmiðlafólki sem fóru fram síðastliðinn laugardag. Mótmælin voru haldin samtímis á Austurvelli í miðbæ Reykjavíkur og Ráðhústorginu á Akureyri. Við ræðum skipulagsferlið á bak við mótmæli og mikilvægi samstöðunnar.