Hin Reykjavík – Ungt fólk, vinnuálag og húsnæði
Katrín Tinna Eyþórsdóttir kemur í Hina Reykjavík og segir okkur frá vegferð sinni úr foreldrahúsum í eigið húsnæði. Við munum fjalla um störf hennar í næturvinnu á spítala, aukastarfi hennar, hark og aukavaktir og áhrif þess á lífið og líkamann. Aðstæður fólks eru misjafnar og í þætti dagsins skoðum við hvað ungt fólk þurfi að gera til að útvega sér húsnæði og hvað sé hægt að gera til að létta álagi af ungu vinnandi fólki í húsnæðisleit. Katrín endar á því að nefna: „ég er alltaf í kapphlaupi við sjálfa mig að eignast peninga svo ég geti séð fyrir sjálfri mér“, veruleiki sem margir tengja við.