Hin Reykjavík – Verkalýðsbarátta
Sæþór Benjamín Randalsson og Guðbjörg María Jósepsdóttir, félagar í Eflingu segja okkur frá mikilvægi þess að vera í stéttarfélagi. Í tilefni þess að stjórnarkosningar hjá Eflingu fara fram dagana 9.- 15. febrúar spyrjum við út í fyrstu skref þeirra í skipulagðri verkalýðsbaráttu, hvað hún snýst um og hvernig megi ná árangri. Sæþór og Guðbjörg bjóða sig fram til stjórnar Eflingar hjá Baráttulistanum og í þættinum spyrjum við út í áherslur listans og stefnumál.