Rauða borðið: Hinn skelfilegi leigumarkaður
Löggjöf um leigumarkaðinn og vernd leigjenda er mun lakari á Íslandi en í nokkru nágrannalandi okkar. Um þrjátíu þúsund fjölskyldur búa á leigumarkaði sem er nánast stjórnlaust og þar sem leigusalinn hefur öll völd og leigjandinn lítil sem engin.
Til að ræða um þennan markað, hvernig er að búa við afleiðingar hans og hvað er til úrbóta koma nokkrir leigjendur að Rauða borðinu í kvöld: Haraldur Ingi Haraldsson, Laufey Ólafsdóttir, Fjóla Heiðdal, Tinna Ævarsdóttir, Vilborg Bjarkardóttir og Guðrún Vilhjálmsdóttir.