Húsnæðiskreppa, krakkar & unglingar
Við ræðum við Gunnhildur Hlöðversdóttir um stöðu öryrkja á húsnæðismarkaði við Rau’ða borðið í kvöld. Þangað koma líka þær Guðný Elín Rós Sigurðardóttir og Þórdís Hrafntinna Þráinsdóttir sem unnu Skrekk með félögum sínum úr Réttarholtsskóla með atriði sem snerist um fordóma fullorðinna gagnvart unglingamenningu. Síðan koma krakkar úr Krakkaveldi og segja hverjar kröfur sínar eru, í stuttu máli vilja þau ráða meiru: Benóný Ingi Þorsteinsson, Birgir Logi Barkarson, Borghildur Lukka Kolbeinsdóttir, Brynja Steinunn Helgesson Danielsen, Jakob Friðrik Jakobsson, Leifur Ottó Þórarinsson, Margrét Aðalgeirsdóttir og Sóley Hulda Nielsen Viðarsdóttir. Svo segjum við fréttir dagsins og líka feminískar fréttir.