Hvalir, hælisleitendur og samkeppnishömlur

S04 E121 — Rauða borðið — 5. sep 2023

Við ræðum um þrjú deilumál við Rauða borðið í kvöld. Fyrstur kemur Benedikt Erlingsson leikstjóri, sem eitt sinn hlekkjaði sig við hvalabát, og ræðir við okkur um hvalveiðar og hvalveiðibann. Síðan heyrum við í Helen Ólafsdóttur, öryggisfulltrúa hjá Sameinuðu þjóðunum, sem gagnrýnt hefur fyrirhugaðar flóttamannabúðir, sem stjórnvöld vilja kalla búsetuúrræði með takmörkunum. Og loks kemur  Haukur Logi Karlsson lektor á Bifröst og doktor í samkeppnisrétti, og segir okkur frá úrræðum almannavaldsins til að koma í veg fyrir verðsamráð og fákeppni.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí