Innflytjendamál, háskólar og bíó Palestína

S05 E018 — Rauða borðið — 23. jan 2024

Innflytjendamál er sannarlega komin á dagskrá þjóðmálanna, ofan á öll óleystu vandamálin. Þingfólkið Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Pírati, Bergþór Ólason frá Miðflokknum og Sigmar Guðmundsson frá Viðreisn koma að Rauða borðinu og ræða málin. Það gera líka Guðbjörn Guðbjörnsson, formaður Tollstjórafélagsins og stjórnsýslufræðingur, Hallur Magnússon sem rekur fyrirtæki í byggingabransanum og Atli Þór Fanndal framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International. Þeir spá í áhrifin af útspili Bjarna Benediktssonar á stjórnmálin. Það stendur til að sameina háskólana á Bifröst og Akureyri og um það eru ekki allir sáttir. Grétar Þór Eyþórsson deildarforseti viðskiptadeildar Háskólans á Akureyri og Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir deildarforseti félagsvísindadeildar á Bifröst skiptast á skoðunum. Í lokin kemur Esther Bíbí Ásgeirsdóttir umsjónarkona Bíóteks Kvikmyndasafnsins og segir okkur frá palestínskum bíómyndum sem hún ætlar að sýna í Bíó Paradís.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí