Íran, Grænland, hægrið, friðurinn, handbók helgihaldsins og Kúrdar
Við hefjum Rauða borðið á umræðu um stríðið í Íran. Kjartan Orri Þórsson Mið-Austurlandasérfræðingur og Hilmar Þór Hilmarsson prófessor ræða við Gunnar Smára um árásir herja Ísraels og Bandaríkjanna á Íran. Við pælum því næst í norðurslóðum. Friðrika Hjördís Geirsdóttir, framkvæmdastýra viðskiptaþings Arctic Circle og mannfræðingur ræðir við Oddnýju Eir um auðlindir Grænlands og tengsl auðlindastjórnunar og pólitísks sjálfræðis á Grænlandi. Ragnar Hjálmarsson, stjórnmálafræðingur ræðir síðan stjórnmálin Evrópu við Gunnar Smára, um uppgang ysta hægrisins og hnignun Þýskalands. Oddný Eir ræðir um möguleika friðarins á stríðstímum við Katrínu Harðardóttur þýðanda og Guttorm Þorsteinsson formann Samtaka hernaðarandstæðinga. Sigríður Guðmarsdóttir, prófessor í hagnýtri guðfræði við Háskóla Íslands skýrir handbókar-málið svokallaða og ræðir við Oddnýju Eir um átök og heift í tengslum við málfræði og tvíhyggju. Jan Fernon, mannréttindalögmaður, aðalritari International Association of Democratic Lawyers og Ceren Uysal, mannréttindalögmaður, í forsvari fyrir European Association of Lawyers for Democracy and World Human Rights (ELDH) mæta að rauða borðinu ásamt Ögmundi Jónassyni og ræða við Oddnýju Eir um réttarhöld á vegum Permanent Peoples’ Tribunal um mannréttindabrot gegn Kúrdum í Rojava í Sýrlandi.