Íslendingaspjall með hreim – Fordómar gegn íslensku

S01 E001 — Íslendingaspjall með hreim — 25. jan 2022

Í Íslendingaspjalli með hreim ræðum við fordóma gegn íslensku. Við ræðum uppruna þeirrar skoðunar að íslenska sé erfitt tungumál og hvernig Íslendingar bregðast við hreim. Enn fremur spjöllum við um hvort útlenskt nafn skipti máli við atvinnuleit og hvort áhugi á tungumálum sé aðalatriði við máltöku.

Til að ræða þetta koma Jón Símon Markússon, fyrsti íslenskukennari af erlendum uppruna við hugvísindasvið Háskóla Íslands, Ana Stanićević, skáld, þýðandi og tungumálakennari, Artёm Ingmar Benediktsson, rannsakandi og sérfræðingur í fjölmenningarfræðum og gagnrýnum fjölmenningarfræðum og Richard Simcott, hyperpolyglot. Þátturinn er á ensku.

Þáttastjórnandi er Natasha Stolyarova.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí