Kaffistofan – Bylting á vinnumarkaði

S01 E005 — Kaffistofan — 3. des 2020

Á kaffistofunni í kvöld er rætt um hvernig störf verkalýðshreyfingarinnar breyttust nánast á einni nóttu í góðærinu fyrir hrun. Íslenskur vinnumarkaður varð allt í einu hnattvæddur og hingað streymdu útlendingar í þúsunda tali. Menn vissu ekki sitt rjúkandi ráð, eftirlitsstofnanir réðu ekki við neitt og aðbúnaður og meðferð á útlenda launafólkinu oft hrikalega slæm. Glæpastarfsemi sögðu margir. Og ennþá er verið að glíma við afleiðingarnar.

Gestir þáttarins verða þeir Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar á Húsavík og Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí