Kjaradeilur, hommar og tukthús
Það er hart deilt í verkalýðshreyfingunni um samning Starfsgreinasambandsins. Hörður Guðbrandsson formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur vildi ekki skrifa undir. Hann mætir að Rauða borðinu. Hommar voru sendir í gerðeyðingarbúðir nasista. Guðjón Ragnar Jónasson hefur þýtt bók um þá sögu og segir okkur frá bleika þríhyrningnum. Haukur Már Helgason hefur skrifað bók um tukthúsið þar sem stjórnarráðið er núna. Hann segir okkur sögu þess, sem jafnframt er saga þjóðar. Við segjum líka fréttir dagsins.