Kjaramál, pólitík og innflytjendur
Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða helstu fréttir og pólitík við gesti. Að þessi sinni koma Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Þórarinn Eyfjörð formaður Sameykis og Hallfríður Þórarinsdóttir mannfræðingur og ræða fréttir vikunnar og stöðuna í pólitíkinni. Þeir bræður taka svo stöðuna á pólitíkinni en fá svo að Rauða borðinu innflytjendur til að ræða innflytjendamál. Jasmina Vajzović Crnac sérfræðingur í málefnum flóttafólks og innflytjenda, Qussay Odeh aðgerðarsinni í málefnum Palestínumanna og Wiktoria Joanna Ginter túlkur og aktívisti í málum innflytjenda ræða breyttan tón í umræðu um innflytjendastefnu.