Kjaramál, útlendingar, deilur og Islam
Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingkona, Jónas Atli Gunnarsson hagfræðingur og Kristinn Hrafnsson blaðamaður og fara yfir fréttirnar og stöðu mála. Þeir bræður taka síðan púlsinn á pólitíkinni en fá síðan þá Kristján Þór Sigurðsson, sem skrifaði doktorsritgerð um Islamska samfélagið á Íslandi, og Hauk Þór Þorvarðarson, sem skrifaði meistarritgerð um Islamófóbíu, til að ræða um Islamófóbíu og áhrif hennar á íslnskt samfélag, einstaklingana og stefnu stjórnvalda.