Kjarasamningar, hommasýning og ópíum
Við byrjum á að fá Stefán Ólafsson prófessor og starfsmann Eflingar til að skýra út kjarasamningana sem voru undirritaðir fyrir helgi. Þeir þykja sögulegir fyrir hversu mikið af kjarabótunum eiga að koma frá stjórnvöldum. Við ræðum síðan við þá Rúnar Guðbrandsson leikstjóra og leikarana Árna Pétur Guðjónsson og Sigurð Edgar Andersen um verkið …..og hvað með það? Þetta er verk um homma, ofbeldi og ást. Og við ræðum þetta allt við þá félaga. Það geisar ópíóðafaraldur á Íslandi og fólk deyr af hans völdum. Við ræðum við Valgerði Rúnarsdóttur, yfirlækni á Vogi, um hvað veldur og hvað beri að gera? Og spyrjum um sjúklinga Árna Tómasar Ragnarssonar læknis, sem fengu dagleg morfínskammt en fá hann ekki lengur.