Kjarasamningarnir, kulnun og baráttan um háskólann

S05 E057 — Rauða borðið — 12. mar 2024

Þau koma til okkar hagráð verkalýðsins, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hagfræðingur BSRB, Róbert Farestveit hagfræðingur ASÍ og Vilhjálmur Hilmarsson hagfræðingur BHM og fara yfir stöðu efnahagsmála í kjölfar nýgerðra kjarasamninga. Eru þeir sögulegir? Munu lífskjör almennings batna? Kristín Þóra Haraldsdóttir er höfundur, leikstjóri, leikari og umfjöllunarefni einleiksins Á rauðu ljósi, sem er allt í senn leikrit, uppistand og fyrirlestur um kulnun. Við ræðum við hana um hvernig við örmögnumst og hvaða leið er út úr því standi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskólaráðherra er að breyta fjármögnun háskólanna til að stýra uppbyggingu þeirra. Eiríkur Smári Sigurðarson rannsóknastjóri og sérfræðingur við hugvísindasvið Háskóla Íslands kemur að Rauða borðinu og ræðir um átökin um háskólanna, um hver eigi að stýra þróun þeirra.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí