Kjör, íslenska og geðheilbrigði
Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis, kemur að Rauða borðinu og fer yfir stöðuna. Stunda fyrirtækin samsæri gegn þjóðinni? Gætir ríkisstjórnin sérhagsmuna en ekki almennings? Er upplausn og ekkert samkomulag í sjónmáli? Aleksandra Leonardsdóttir starfsmaður Alþýðusambandsins kemur og ræðir um íslenskukennslu fyrir innflytjendur, íslensku sem þröskuld og jaðarsetningu innflytjenda. Þá kemur Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, og ræðir geðheilbrigðisstefnuna og skort á henni.