Kjördæmið, heimsmálin, Greindavík og ungt fólk á glæpabraut
Við byrjum á fundi með þingmönnum Sunnlendinga: Oddný Harðardóttir frá Samfylkingu, Ásta Lóa Þórsdóttir frá Flokki fólksins, Guðbrandur Einarsson frá Viðreisn og Vilhjálmur Árnason frá Sjálfstæðisflokki ræða stöðuna í og við Grindavík. Hvernig á ríkisvaldið að bregðast við? Ögmundur Jónasson kemur til okkar og ræðir háskann í heimsmálunum og hver stefna íslenskra stjórnmála ætti að vera gagnvart honum. Sigríður María Eyþórsdóttir tónlistarkona, kirkjuvörður og tónmenntakennari kemur til okkar og segir okkur frá hamförunum í Grindavík, óvissunni og vonbrigðum með svör banka og fjármálastofnana til Grindvíkinga. í lokin ræðum við svo við Davíð Bergmann Davíðsson um glæpi ungmenna en hann hefur áratuga reynslu af starfi með ungmennum.