Konur í neyð – löglegar og „ólöglegar“

S01 E007 — Sósíalískir femínistar — 27. sep 2023

Konur í neyð – löglegar og „ólöglegar“ Kristín I. Pálsdóttir, talskona Rótarinnar, kemur til okkar til að ræða konur í neyð – „ólöglegar“, sem hafa verið sviptar kennitölu sinni og löglegar, með kennitölu. Rótin rekur eina neyðarskýli kvenna á landinu en það kallast Konukot og er staðsett í Reykjavík. Með breyttum útlendingalögum er orðinn til hvati fyrir stjórnvöld til að stéttskipta fólki enn frekar. En áður en stjórnvöld geta sett upp og læst fólk inni í „búsetuúrræðum með takmörkunum“ þá leitar fólk í skjól eins og Konukot. Við spyrjum, geta félagsleg úrræði sem rekin eru fyrir borgina brotið lög og tekið að sér „ólöglegt fólk“ sem stjórnvöld hafa gert heimilislaus og allslaus. Rótin er félag áhugakvenna og -kvára og beitir sér fyrir faglegri stefnumótun með skaðaminnkun, mannréttindi og áfalla- og kynjamiðaða þjónustu að leiðarljósi. Um helgina gerði talskona Rótarinnar alvarlegar athugasemdir við birtar húsreglur og nýja stjórn Dyngjunnar sem rekið hefur verið sem áfangaheimili fyrir konur sem eru að ljúka áfengis- og vímuefnameðferð. Við förum yfir málavöxtu og gagnrýni Kristínar á fyrirkomulag rekstur eins og Dyngjunnar.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí