Konur í vörn, útigangsfólk, Geirfinnur
Við ræðum um bakslag í kvennabaráttunni vestan hafs og austan og líka hér heima við Steinunni Rögnvaldsdóttur Spyrjum Örn Sigfússon hvernig það er að vera heimilislaus, en hann hefur verið á götunni í 25 ár. Og við ræðum við Hjálmtý Heiðdal um Geirfinnsmálið, en Hjálmtýr er mikill áhugamaður um það mál. Við förum einnig yfir fréttir dagsins og horfum til helgarinnar, ræðum við Luciano Dutra um brasilísku kosningarnar en fyrri umferð þeirra er á sunnudaginn.