Kosningafúsk, fangelsismál, bókaspjall, loftslagsmál, þungarokk og ættarfylgja
Björn Þorláksson ríður á vaðið ásamt Kristjáni Sveinbjörnssyni umboðsmanni framboðs Samfylkingarinnar sem er ekki sáttur við meðferð atkvæða. Guðmundur Ingi Þóroddsson, fyrrum fangi og formaður Afstöðu og Íris Ólafsdóttir félags -og fíkniráðgjafi á réttargeðdeild og teymisstjóri vettvangsteymis Afstöðu ræða brýnar úrbætur á fangelsismálum. Þær Vigdís Grímsdóttir og Oddný Eir ræða við skáldkonurnar Evu Rún Snorradóttur og Brynju Hjálmsdóttur um bækur þeirra Eldri konur og Friðsemd. Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, lítur við og köttar krappið í umræðunni um loftslagsmál. María og Oddný fara svo á hugarflug með hávaðarokkurum í osme og Björn lokar svo þættinum með harmrænni ættarfylgju, ræðir við Emil B. Karlsson um ættgengna heilablæðingu.