Kosningar, besta lausnin, austrið og heimspekin
Ritstjórn Samstöðvarinnar fer yfir kappræður dagsins og stöðuna í kosningabaráttunni: Oddný Eir Ævarsdóttir, Sigurjón Magnús Egilsson, María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp, Björn Þorláksson og Gunnar Smári Egilsson. Við förum út á götu og ræðum við almenning sem virðist að mestu leyti búinn að gera upp hug sinn, þó ekki allir. Við flökkuðum um bæinn í leit af svörum um hvað skuli kjósa. Starfandi formaður Leigjendasamtakanna, Yngvi Ómar Sighvatsson segir okkur frá niðurstöðum könnunar um lausn stjórnmálaflokkanna á húsnæðiskrísunni. Sósíalistar reyndust vera með bestu lausnina. Saga Unnsteinsdóttir, listahöfundur sem skipar 3. sæti á lista Sósíalista í Norðaustur kjördæmi segir okkur frá kosningabaráttunni fyrir austan, frá friðarbaráttunni og öðrum kosningamálum sem brenna á fólki og hvetur ungt fólk til að taka þátt í pólitík. Hvað er skynfinning? Dr. Sigríður Þorgeirsdóttir heimspekingur ræðir málin og veltir því fyrir sér hvort sé mikilvægt að ræða heimspeki í aðdraganda kosninganna.