Kristni, MÍR, æxli og fátækt
Við höldum áfram að ræða við biskupsefni um samfélagið okkar og erindi kristni og kirkju við það. Nú er komið að Elínborgu Sturludóttur dómkirkjupresti. Það er deilt um MÍR, Menningartengsl Íslands og Rússlands, fyrir héraðsdómi. Alexandra Argunova aka listakonan Kjuregej, Sigurður Þórðarson eftirlaunamaður og Hilmar Garðars Þorsteinsson lögmaður koma að Rauða borðinu og segja okkur hvers vegna stór hópur félagsmanna er ósáttur við ákvörðun stjórnar að leggja niður félagið. Hrafnkell Karlsson organisti segir okkur sjúkrasögu sína en hann fékk æxli innan hryggjarsúlunnar fyrir fáeinum árum og er að komast til fullrar heilsu. Í lokin kemur Sæmundur Þór Helgason myndlistarmaður og segir okkur frá sýningu sinni: Af hverju er Ísland svona fátækt?