Kvennahreyfingin, íslenskan, Hamas og Hrunið
Við fáum Sonju Þorbergsdóttur formann BSRB og eina af þeim sem blésu til kvennaverkfallsins til að meta stöðuna daginn eftir. Hvað merkir hin mikla þátttaka? Íslenskan er í hættu, um það er ekki deilt. En hvað ber að gera? Íslenskufræðingarnir og prófessorarnir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir og Eiríkur Rögnvaldsson vilja bregðast við, en með ólíkum hætti. Þau deila um stefnuna í kvöld. Sverrir Agnarsson er margfróður um frelsis- og sjálfstæðisbaráttu múslima. Hann fræðir okkur um Hamas. Hvað kemur Hamas, úr hvaða jarðveg sprettur hreyfingin og hvað vill hún? Það er deilt um söguna af Hruninu, merkingu þess og hver eru fórnarlömbin og hverjir gerendur. Við ræðum þetta við Vilhjálmur Árnason prófessor, einn höfunda siðferðiskafla rannsóknarskýrslu Alþingis.