Kvennaverkfall, vopnahlé, Trump, leiksigur og Laxness

S06 E180 — Rauða borðið — 15. okt 2025

Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands, Sara Stef Hildar baráttukona frá Rótinni og Guðrún Margrét Guðmundsdóttir jafnréttisfulltrúi hjá ASÍ ræða við Björn Þorláks um kvennaverkfallið um  aðra helgi. Helen Ólafsdóttir sérfræðingur í öryggis- og þróunarmálum ræðir um vopnahlé á Gaza við Gunnar Smára, innihald þess sem Donald Trump vill kalla friðarsamninga og viðbrögð á Vesturlöndum við þessum afarkostum sem Palestínumenn standa frammi fyrir. Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur og dósent í félagsfræði í Háskóla Íslands, Brynja Elísabeth Halldórsdóttir dósent í gagnrýnum menntunarfræðum við HÍ, Sveinn Máni Jóhannesson sagnfræðingur ræða í Trumptíma þessarar viku þær margvísulegu breytingar sem Donald Trump og ríkisstjórn hans eru standa fyrir. Arna Magnea Danks leikkona ræðir þýðingu verðlauna sem hún hlaut nýverið fyrir frammistöðu sína í myndinni Ljósvíkingar. Arna ræðir einnig undirliggjandi átök gegn minnihlutahópum, hér á landi sem utan landsteinanna. Björn Þorláks ræðir við hana. Hildur Ýr Ísberg íslenskukennari í MH kennir Sjálfstætt fólk sem aðrir skólar hafa lagt á hilluna. Hildur segir Gunnari Smára hvernig nemendur skilja þessa bók, Bjart og stílgáfu Halldórs Laxness.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí