Kvóti, hjólabúa, þari og Samtökin ’78
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra var hjá Sonum Egils í gær að ræða breytingar á sjávarútvegsstefnunni. Við fáum á Kjartan Sveinsson formann Strandveiðifélasins, Arthúr Bogason, formann Landssambands smábátaeigenda og Arnar Atlason formann Samtaka fiskframleiðenda til að leggja mat á erindi ráðherrans og líkurnar á að einhverjar breytingar verði gerðar. Það er stríð í Reykjavík, milli borgaryfirvalda og fólks sem býr í hjólhýsum og húsbílum. Við ræðum við annan stríðsaðilann, hjólabúanna Bergþóru Pálsdóttur og Geirdísi Hönnu Kristjánsdóttur. Oddný Eir ræðir síðan við Guðrúnu Hallgrímsdóttur um þara og hvað hann getur gert fyrir okkur. Og í lokin kemur Hörður Torfason og segir okkur frá aðdragandanum að stofnun Samtökunum ’78.