Kvótinn, loftslagið, kvennabaráttan og maturinn

S04 E192 — Rauða borðið — 30. nóv 2023

Við höldum áfram að ræða kvótann í tilefni af sjávarútvegsstefnu Svandísar Svavarsdóttur. Nú koma þingmennirnir Oddný Harðardóttir frá samfylkingu, Hanna Katrín Friðriksson frá Viðreisn og Björn Leví Gunnarsson Pírati og segja sitt álit á tillögum Svandísar og hvernig þau myndu vilja hafa sjávarútvegsstefnuna. Í tilefni af COP28, loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna kemur Kristín Vala Ragnarsdóttir prófessor og segir okkur hver staðan er og hvað þarf að gera. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ritstjóri og Hjördís Hjartardóttir félagsráðgjafi segja okkur frá Guðrúnu Jónsdóttur, stofnanda Stígamóta og fyrrum borgarfulltrúa, í tilefni þess að Ingibjörg skrifaði bók um Guðrúnu. Og í lokin höldum við áfram umræðu um matarræktun í borgarlandinu. Dóra Svavarsdóttir formaður Slow Food á Íslandi ræðir við okkur um matvælaframleiðslu, dreifingu og sölu.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí