Kynseginleiki og byltingar
Eftir fréttir dagsins kemur Þorgerður J. Einarsdóttir prófessor að Rauða borðinu og fjallar um kynseigin veruleika í skautuðu samfélagi, segir okkur frá baráttu og sigrum en líka viðhorfum almennings. Og spáir í hvers vegna mál tengd kynseginleika eru svona eldfim í skautuðu samfélagi. Þá kemur Árni Daníel Júlíusson sagnfræðingur að borðinu og segir okkur frá forræðiskreppunni í Evrópu eftir fyrra stríð og átökunum sem henni fylgdu. Og spáir í líkindi þess tíma við okkar tíma.