L.A. logar, Grænland, Yerma, brúðuleikhús og Samúel Jónsson
Los Angeles brennur; Jakob Frímann Magnússon, fyrrum þingmaður og tónlistarmaður ræðir stórbrunann og afleiðingar hans. Jón Helgi Þórarinsson tölvuleikjasmiður bjó á Grænlandi ræðir sjálfstæði Grænlendinga og vilja Trump til að gleypa landið. Gísli Örn Garðarsson leikstjóri, Gunnlaugur Briem trommari og tónskáld og leikararnir Nína Dögg Filippusdóttir og Björn Thors ræða jólasýningu Þjóðleikhússins, Yermu, erindi verksins og umfjöllunarefni. Helga Arnalds og Sólveig Guðmundsdóttir segja okkur frá þverfaglega tilraunabrúðuleikhúsinu Tíu fingur sem setur á svið heilandi og má segja terapískar leiksýningar fyrir börn og fullorðna. Í lokin koma Ólafur J. Engilbertsson menningarmiðlari og Kári Schram kvikmyndagerðarmaður og segja okkur frá Samúel Jónssyni og verkum hans, byggingum og líkneskjum sem finna má í Selárdal.