Læknir fíkla, hipparnir, ferðaþjónustan og bókaútgáfa

S05 E047 — Rauða borðið — 29. feb 2024

Árni Tómas Ragnarsson læknir hefur gefið út lýfseðla á morfín til fólks sem háð er ópíóðum. Landlæknir svipti hann leyfinu. Árni Tómas rekur þessa sögu frá sinni hlið við Rauða borðið í kvöld. Benóný Ægisson, Sigrún Huld Þorgrímsdóttir og Árni Pétur Guðjónsson eru af hippakynslóðinni, börn eftirstríðsárakynslóðarinnar, og upplifðu það Ísland sem þau ólust upp inna sem grátt, þröngt og óbærilega leiðinlegt. Við förum með þeim í tímaflakk til þessa tíma. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, hafnar því að álag á innviði sé ferðamannaágangi að kenna innanlands, segir rótina liggja í ástandi sem skapaðist á árunum 2010-2016. Heiðar Ingi Svansson, formaður félags íslenskra bókaútgefenda, segir margt benda til að prentaðar bækur lifi allar breytingar af þótt bylting hafi orðið í háttu samtímafólks.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí