Leigjandinn – Leiguþak er nauðsyn

S01 E014 — Leigjandinn — 19. apr 2022

Viðmiðunaverð fyrir íslenskan leigumarkað verði lögfest, og lækki húsaleigu um 30-35% við það muni bótaþegum húsnæðisbóta fækka um 12-14.000, á sama tíma verði leigusölum gert kleift að sækja sér leigubætur að uppfylltum skilyrðum um tekjur, eignastöðu og fjárstreymi.

Engin eðlileg verðmyndun er á íslenskum húsaleigumarkaði. Hér hverfandi lítill félagslegur húsnæðismarkaður, en forsenda fyrir eðlilegri verðmyndun er að stórt hlutfall leiguíbúða séu rekin án allra hagnaðasjónarmiða. Verðmyndun hér er rekin af fáum fyrirtækjum sem eru ósvífinn í hækkunum og sýna íslenskum leigjendum og velferð þeirra fádæma skeytingarleysi. Það er þess vegna nauðsynlegt að setja viðmiðunarverð fyrir íslenskan húsaleigumarkað, og það strax, því að engar forsendur eru fyrir því að uppfylla 37. gr húsaleigulaga á annan hátt.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí