Leigjandinn – Reynsla af íslenskum leigumarkaði
Í þættinum í kvöld ræðum við við leigjendur á íslenskum leigumarkaði, reynslu þeirra og sýn. Við ræðum um skort á húsnæði, stöðuga flutninga og hækkandi leiguverð. Við ræðum um hvaða verkfæri þurfa að koma til til að koma bættum hag leigjenda í farver, við kíkjum á lausnir sem hafa verið settar fram í öðrum löndum og mátum þær við íslenskar aðstæður. Viðmælendur kvöldsins eru Ásta S. Sigurðardóttir og Álfheiður Eymarsdóttir.