Leigjandinn – Stofnun leigjendasamtakanna
Í þættinum í kvöld ræðum við við Hólmstein Brekkan fyrrverandi framkvæmdastjóra Leigjendasamtakanna. Hann var framkvæmdastjóri samtakanna frá stofnun þeirra árið 2013. Hann segir okkur frá stofnun samtakanna, ástandi á leigumarkaði á árunum eftir hrun, starf stjórnarfólks og þátttöku í samráðsverkefnum á vegum stjórnvalda.
Í seinni hluta þáttarins kemur Yngvi Ómar Sighvatson stjórnarmaður í Leigjendasamtökunum til okkar og við ræðum við hann um hvernig staðan er á leigumarkaðnum núna, hvað gerðist eiginlega?, og hvað getum við gert til að lagfæra ástandið fyrir leigjendur?