Leigjandinn – Svanur Guðmundsson
Í þættinum í kvöld ræðum við málefni húsaleigumarkaðarins við Svan Guðmundsson fyrrv. formann Félags löggiltra leigumiðlara. Svanur beitti sér fyrir málefnum leigumarkaðarins á fyrstu árunum eftir hrun og við ætlum að ræða viðhorf hans og þær skoðanir sem hann hafði á breytingum á leigumarkaðnum sem kom til með stofnun og vexti leigufélaganna.