Leigjendur, Gaza, sjúkrasaga og biskupskjör

S05 E025 — Rauða borðið — 31. jan 2024

Við ræðum stöðu leigjenda í kjarasamningum við Ragnar Þór Ingólfsson formann VR og Guðmundur Hrafn Arngrímsson formann Leigjendasamtakanna. Allar kjarabætur leigjenda á undanförnum árum hafa runnið til leigusala. Verður það svo áfram? Elín Jakobína Oddsdóttir hjúkrunarfræðingur starfaði á skurðstofum á Gaza og tók á móti fórnarlömbum aðgerða Ísraelshers. Hún segir okkur frá sárum þessa fólks og raunum. Yngvi Ómar Sighvatsson kemur og segir okkur sjúkrasögu þriggja ættliða, hans sjálfs, móður hans og sonar, og reynslu þeirra af heilbrigðiskerfinu. Sem er ekki góð. Í lokin kemur Helga Soffía Konráðsdóttir prestur í Háteigskirkju og prófastur í Reykjavikurprófastdæmi vestra, ein þeirra sem rétt hafa upp hönd og boðið sig fram til biskups, og ræðir um erindi kristni og kirkju til samfélagsins og einstaklinganna innan þess.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí