Leikskólar, vextir, öryggismál, lögfræði og Trumpland

S06 E175 — Rauða borðið — 9. okt 2025

Gunnar Smári heldur áfram umræðu um leikskólana. Að þessu sinni koma þær Halla Gunnarsdóttir formaður VR og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hagfræðingur BSRB og segja hvers vegna þær eru á móti tillögum um styttri vistunartíma á leikskólunum. Finnbjörn A. Hermannsson hjá ASÍ furðar sig á hávaxtastefnu Seðlabankans sem hann segir að valdi miklu tjóni. Þá séu álitamál með krónuna og fleira sem hafi neikvæð áhrif á fólk, einkum hina skuldsettu. Hilmar Þór Hilmarsson prófessor ræðir við Gunnar Smára um vopnahlé á Gaza og öryggismál Evrópu, stöðu álfunnar í fjölpóla heimi. Gísli Tryggvason lögmaður ræðir álitamál í lögfræði tengd fréttum líðandi stundar. Fjallað verður um vændi, hvort líklegt sé að Ísland fái mikilvægar undanþágur með inngöngu í ESB, muninn á málfrelsi og tjáningarfrelsi og rétt eða órétt Ísraela til að handtaka fólk á hafi úti. Björn Þorláks ræðir við Gísla. Gunnar Smári ræðir við Harald Sigurðsson jarðfræðing, sem býr í New Bedford í Massachusetts, um áhrif Trump á bandarískt samfélag. Er Trump að takast að brjóta niður margt af því besta sem byggt var upp í Bandaríkjunum á liðnum áratugum.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí