Lífeyrissjóðir og fyrirtæki, búseti og endalok vaxtar

S04 E206 — Rauða borðið — 18. des 2023

Við fáum góðan gest frá Danmörku, Guðrúnu Johnsen, sem starfar við danska Seðlabankann. Hún hefur rannsakað fyrirtækjarekstur á Norðurlöndunum og ekki síst með tilliti til þess hversu stórir eftirlaunasjóðirnir eru. Hún segir okkur frá völdunum í atvinnulífinu, þar sem við störfum og lifum stóran hluta vökutímans. Páll Gunnlaugsson arkitekt hefur skrifað bók um Búseta, húsnæðissamvinnufélagið sem tókst að byggja upp fyrir fjörutíu árum. Við fáum hann til að segja okkur þá sögu. Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur sem sinnt hefur umhverfishugvísundum á liðnum árum segir okkur frá hag­fræði, þekkingu, verð­leikum og vist­kerfi.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí