Ungt fólk, umhverfismál og íþróttir

S01 E001 — Maður lifandi — 30. nóv 2023

Maður lifandi er nýr dægur- og þjóðmálaþáttur með augum unga fólksins. Starkaður Björnsson, 15 ára, stýrir þættinum með föður sínum, Birni Þorláks. Starkaður mun fá vini sína sér til aðstoðar í þáttunum fram undan sem verða vikulega á dagskrá kl. 16 á fimtudögum.

Í fyrsta þættinum verður umræða um hagsmuni ungs fólks er kemur að umhverfismálunum og þá verður saga íslensks handbolta sögð – en spennandi tímar eru fram undan hjá landsliðunum. Gestir þáttarins eru Rúnar Einarsson, grunnskólakennari og íþróttafréttamaðurinn Guðjón Guðmundsson, betur þekktur sem Gaupi.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí