Mannbjörg, ríkissjóður, stríð og enginn friður

S05 E037 — Rauða borðið — 15. feb 2024

Við sláum á þráðinn til Kairó þar sem Sema Erla Serdaroglu, formaður hjálparsamtakanna Solaris, vinnur með hópi fólks sem bjarga fólki frá Gaza sem hefur dvalarleyfi á Íslandi. Nú þegar hefur tekist að bjarga átta manns og von er á tólf til viðbótar á næstu dögum. Við förum yfir stöðu og getu ríkissjóðs með Ásgeiri Brynjari Torfasyni ritstjóra Vísbendingar. Höfum við efni á aðgerðum á Reykjanesi, vegna kjarasamninga og til að leysa húsnæðiskreppuna, svo dæmi séu tekin. Og hversu lengi er hægt að reka ríkissjóð með halla? Úkraínustríðið heldur fram að boðaður sigur Úkraínu og Vesturveldanna á vígvellinum er orðin fjarlægur draumur. Hvað tekur þá við? Við ræðum við Hilmar Þór Hilmarsson prófessor á Akureyri um stríðið í Evrópu og hver er áhrif þess á Úkraínu, Evrópu og heimsmálin.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí