Masterclass í aktívisma – Hörður Torfason
Sósíalíska menntakommúnan stendur fyrir mörgum nýjum fyrirlestrum og námskeiðum á vorönn. Það fyrsta byrjar 15. janúar og kallast Masterclass í aktivisma. Það fer þannig fram að annan hvern laugardag segir ein baráttumanneskja frá sinni baráttu, reynslu og markmiðum og hvaða áhrif baráttan hefur haft á hana sjálfa og samfélagið. Hörður Torfason, leikari, söngvaskáld og baráttumaður er fyrsti fyrirlesarinn.