Megas, óeirðir í Bretlandi, James Baldwin og heimsmálin
Þáttur kvöldsins í er í umsjón Gunnars Smára og Steinunnar Ólínu. Þau fá Spessa ljósmyndara í heimsókn og ræða við hann um heimildarmynd hans um Megas. Björn Þorláks slær á þráðinn til Michael Jóns Clark sem segir honum frá rasisma í Bretlandi, rót óeirðanna þar. Við spyrjum hvers vegna Elon Musk kallaði Kamölu Harris kommúnista. Þorvaldur Kristinsson segir okkur frá James Baldwin, baráttumanni, rithöfundi og homma. Í lokin kemur Hilmar Þór Hilmarsson prófessor og fjallar um ófriðarhorfur í heiminum.