Menningarsmygl – Merking
Merking eftir Fríðu Ísberg er umfjöllunarefni Menningarsmygls níunda þáttar Menningarsmygls, en hún vann nýlega Fjöruverðlaunin í hópi skáldverka. Bókin er margradda saga sem fjallar um nálæga framtíð þar sem samkenndarpróf stýrir flestum sviðum lífsins og er á leiðinni í þjóðaratkvæðagreiðslu þegar bókin byrjar. Við sjáum þennan heim ýmist með augum hins unga Tristans, sem neitar að taka prófið, siðfræðingsins Veturs, viðskiptakonunnar Eyju og Ólafs Tandra, höfundar prófsins, auk þess sem nokkrar minni persónur fá einnig sína kafla. Þetta er framtíðarsaga sem tengir við tímann, við slaufunarmenningu, kófið, upplýsingaóreiðu, samfélagsmiðlaumræðu og já, jafnvel Úkraínustríðið.
Þau Hermann Stefánsson og Steinunn Rögnvaldsdóttir eru gestir þáttarins – og fjalla auk Merkingar um Tsjernóbyl-bænina, American Psycho, Black Mirror, Útlendinginn hans Camus, Norn Hildar Knútsdóttur og bækur skáldkvennana Margaret Atwood og Samönthu Schweblin og sitthvað fleira.