Mið-Austurlönd, dauðalisti fíkla og norræna samningslíkanið
Magnús Bernharðsson prófessor kemur til okkar og skýrir stöðuna í Mið-Austurlöndum og hættuna á að átökin þar breiðist út. Dagbjört Ósk Steindórsdóttir, Anna Steindórsdóttir og Þröstur Ólafsson eru öll aðstandendur sem taka þátt í aðgerðarhópi til að berjast fyrir rétti fíkla til heilbrigðisþjónustu og mannvirðingu. Þau segja okkur frá baráttunni. Sonur Guðmundu Guðmundsdóttur hefur verið lengi á bið eftir meðferð. Hún segir okkur frá stöðu sonar síns og barnabarn hennar, María Mist Þórs Sigursteinsdóttir, segir okkur frá reynslu sinni sem barn fíkils. Í lokin fer Magnús Norðdahl lögmaður Alþýðusambandsins yfir norræna vinnumarkaðsmódelið, hvað þarf til að það virki og hvers vegna Íslendingar hafa farið aðra leið.