Miðflokkurinn, himinn & haf, undirgefni og ástin

S04 E195 — Rauða borðið — 4. des 2023

Við viljum fá þingflokksformenn í viðtal til okkar á aðventunni, sem er pólitísk tíð með átökum á Alþingi. Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, kemur fyrstur og segir okkur hvað sá flokkur fyrirstendur og hvað hann vill. Birna Sigrún Hallsdóttir umhverfisverkfræðingur heldur úti mögnuðum vef, Himin & haf, um loftlagsmál. Við kynnumst vefnum og fáum Birnu til að leggja mat á stöðuna og ráða í hvers vegna íslensk stjórnvöld standa sig svona illa. Við veltum fyrir okkur hvers vegna Íslendingar láta allt yfir sig ganga með Öldu Sigmundsdóttur rithöfundi, sem segir okkur undirgefin vegna aldalangrar kúgunar vinnufólks í vistarböndum. Í lokin kemur Sigurður Árni Þórðarson, fyrrum prestur, og segir okkur frá ástinni, trú og tilgangi lífsins.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí