Miðnætti í Kænugarði – Bandaríkin, óttinn við Rússa og fjölskylda í stríði
Í þættinum Miðnætti í Kænugarði segir Reynir Þór Eggertsson, háskólakennari í Helsinki, okkur frá viðbrögðum Finna við innrás Pútíns í Úkraínu. Við ræðum við par sem stríðið hefur sannarlega haft áhrif á, úkraínskan og rússneskan mann sem búa saman í Reykjavík, Árni Valdason og Ingvar Andrésson. Þeir segja frá sjálfum sér, fjölskyldum sínum og löndum og ræða auk þess um veika stöðu samkynhneigðra í löndum. Þá heyrum við líka í Einari Gunnari Einarssyni leikara í New York sem segir frá hvernig rætt er um stríðið í þeirri borg.