Miðnætti í Kænugarði – Flóttafólk, ógn af Kína og Chernobyl

S01 E010 — Miðnætti í Kænugarði — 15. mar 2022

Í þættinum Miðnætti í Kænugarði heyrum við frá Páli Þórðarsyni í Ástralíu um hvernig stríðið í Úkraínu lítur út þaðan frá séð, en ógnin frá Kína er ætíð nálægt í þarlendum stjórnvöldum. Gunnar Þorri Pétursson þýddi Tsjernobyl-bænina eftir Svetlönu Aleksíevítsj og fékk þýðingarverðlaunin fyrir það verk. Hann kemur til okkar og segir okkur frá bókinni sem fléttast inn í sögu Úkraínu og Rússlands, frá höfundinum og kynnum sínum af löndunum. Við förum við yfir stöðuna í Úkraínu, áhrif viðskiptaþvingana á Rússa og umræðuna á Vesturlöndum.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí