Miðnætti í Kænugarði – Hörmungar, raunsæi og popúlismi

S01 E018 — Miðnætti í Kænugarði — 4. apr 2022

Í þættinum Miðnætti í Kænugarði byrjum við á fréttum dagsins en ræðum síðan við Svein Rúnar Sigurðsson sem hefur margvísleg tengsl við Úkraínu og sem hefur tekið þátt í að byggja upp flóttamannaaðstoð í Reykjavík. Við ræðum hörmulegar fréttir frá Úkraínu en líka kærleiksríkar af samstöðu flóttafólksins.

Þorvaldur Logason heimspekingur hefur skrifað um raunsæis-stefnuna í alþjóðasamskiptum, sem hefur verið gagnrýnd harðlega. Við fáum að vita hvað kemur til.

Í lok þáttar förum við yfir kosningar í Ungverjalandi og Serbíu þar sem vinir Pútíns unnu sigra og kíkjum á stöðuna í ýmsum löndum.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí